Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir dagsins: Havertz og Vargas bestir - Scamacca fær falleinkunn
Mynd: EPA

Eurosport hefur gefið leikmönnum einkunn fyrir frammistöðu sína á EM í dag. Þjóðverjinn Kai Havertz og Svisslendingurinn Ruben Vargas þóttu standa upp úr.


Havertz kom Þjóðverjum yfir með marki úr vítaspyrnu áður en Jamal Musiala bætti öðru markinu við og innsiglaði sigurinn. Þeir fá báðir átta í einkunn. Kasper Schmeichel markvörður danska liðsins stóð sig vel þrátt fyrir að fá á sig tvö mörk og fær einnig átta.

Sviss vann frábæran sigur á Ítalíu en Ruben Vargas var valinn maður leiksins. Hann lagði upp fyrra markið á Remo Freuler og skoraði sjálfur glæsilegt mark sem innsiglaði sigur liðsins.

Gianluca Scamacca framherji ítalska liðsins átti hins vegar ansi erfitt uppdráttar og fær falleinkunn.

Þýskaland: Neuer 8, Kimmich 7, Rudiger 7, Schlotterbeck 7, Raum 6, Andrich 6, Kroos 7, Sane 8, Gundogan 7, Musiala 8, Havertz 8

Varamenn: Anton 6, Can 6, Fullkrug 6, Wirtz 7, Henrichs 6

Danmörk: Schmeichel 8, Andersen 7, Vestergaard 6, Christensen 6, Bah 7, Delaney 7, Hojbjerg 7, Maehle 6, Skov Olsen 6, Hojlund 6, Eriksen 7

Varamenn: Bruun Larsen 6, Kristiansen 6, Norgaard 6, Poulsen 6, Wind 6


Sviss: Sommer 6; Schar 7, Akanji 8, Rodriguez 7; Ndoye 7, Freuler 7, Xhaka 8, Aebischer 8; Rieder 8; Vargas 9; Embolo 6.

Varamenn: Zuber 6, Stergiou 6, Sierro 6, Duah 6, Steffen.

Ítalía: Donnarumma 7; Di Lorenzo 5, Mancini 6, Bastoni 6, Darmian 4; Cristante 5, Fagioli 5, Barella 6; Chiesa 6, El Shaarawy 6; Scamacca 4.

Varamenn: Zaccagni 7, Retegui 6, Cambiaso 6, Pellegrini 6, Frattresi.


Athugasemdir
banner
banner
banner