Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
banner
   lau 29. júní 2024 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Er Rashford á förum frá Man Utd?
Marcus Rashford gæti verið frá United í sumar
Marcus Rashford gæti verið frá United í sumar
Mynd: EPA
Vefmiðillinn HITC heldur því fram að Manchester United sé reiðubúið að leyfa Marcus Rashford að yfirgefa félagið í sumarglugganum.

Rashford, sem er 26 ára gamall. skoraði sjö mörk og lagði upp tvö í 33 deildarleikjum sínum með United á síðustu leiktíð, en frammistaða hans varð til þess að hann missti af sæti í enska landsliðshópnum fyrir Evrópumótið.

Sir Jim Ratcliffe eignaðist 27,7 prósent hlut í United í febrúar og er gert ráð fyrir miklum breytingum á leikmannahópi félagsins, en talið er að Rashford sé einn af mörgum sem fara í sumar.

Hann hefur áður verið orðaður við franska stórliðið Paris Saint-Germain sem vill fá nokkra menn til að fylla skarðið sem Kylian Mbappe skildi eftir sig.

Félagið ætlar að bíða eftir grænu ljósi frá United áður en það leggur fram tilboð í kappann.

Einnig kemur fram að félög í Sádi-Arabíu hafi áhuga á Rashford, en hann er þó ekki sagður mjög áhugasamur um spila í Mið-Austurlöndunum á þessum tímapunkti ferilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner