Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   sun 30. júní 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Varane ræðir málin við Fabregas
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Franski miðvörðurinn Raphael Varane er mættur til Como á Ítalíu til að ræða næstu skref en Fabrizio Romano greinir frá þessu.


Varane er fyrrum leikmaður Manchester United en yfirgaf félagið í sumar eftir að samningur hans við félagið rann út.

Romano greinir frá því að Varane sé á Ítalíu til þess að hitta Cesc Fabregas stjóra Como en ítalska félagið dreymir um að fá miðvörðinn til sín.

Como vann sér sæti í Seriu A á næsta tímabili en félagið hefur m.a. nælt í ítalska framherjann Andrea Belotti fyrir átökin í efstu deild á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner