Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
   lau 29. júní 2024 14:37
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Mikael Jónasson var á flautunni
Helgi Mikael Jónasson var á flautunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markið var tekið af Patrick Pedersen
Markið var tekið af Patrick Pedersen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég gæti eiginlega ýtt þessari spurningu yfir á þig. Það er ekki VAR er það nokkuð? Flaggaði hann? Nei. Þeir dæma bara mark. Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið og kannski líka í ljósi þess að Patrick hafi verið meter frá og Guðmundur Andri er kannski að hlaupa inn í rangstöðuna, en aldrei fyrir,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, um markið sem var tekið af liðinu í 3-2 tapinu gegn ÍA í gær er hann ræddi við Fótbolta.net í viðtali í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 Valur

Valsmenn voru komnir á fínasta ról í deildinni og að halda vel í topplið Víkings og Breiðabliks.

Það var eins og ekkert væri að falla með Val í leiknum. Löglegt mark var tekið af Val í byrjun leiks og þá fóru þeir Orri Sigurður Ómarsson og Jónatan Ingi Jónsson meiddir af velli.

„Mér fannst þetta svolítið kaflaskiptur leikur og fannst mér byrja hann vel. Við komumst yfir og fáum færi til að koma okkur í enn betri stöðu, sem við gerum ekki. Í fótbolta skiptir máli að nýta færin og síðan lendum við í brasi þegar Orri Sigurður finnur eitthvað til og við tökum hann útaf. Það verður ákveðið rót og þeir komast inn í leikinn, en í fyrsta markinu kemur smá rót í okkur og menn verða óöruggir. Fljótlega eftir það fer Jónatan út af líka með eymsli í tánni. Þar koma tvær skiptingar og það þýðir að þú átt eitt holl eftir og mér fannst Skaginn ganga á lagið. Fannst við ekki bregðast nógu vel við jöfnunarmarkinu.“

„Þeir komast í 2-1 og það var mjög klaufalegt af okkar hálfu en engu að síður mark. Svo líður hálfleikurinn út. Mér fannst við koma sterkir út í seinni hálfleik, jöfnum og svo var þetta smá barningur. Mér fannst við vera með yfirhöndina, fáum einn algeran deddara og komumst í margar góðar stöður sem við nýtum ekki. Í lokin fáum við kjaftshögg, gefum ódýra aukaspyrnu sem gefur markið. Hefðum getað brugðist betur við þar en Steinar bara með frábært skot og sem gefur þeim þrjú stig og við förum heim súrir að fara ekki heim með neitt,“
sagði Arnar við Fótbolta.net.

Arnar þurfti að gera tvær skiptingar í fyrri hálfleik og nýtti tvö holl í það, sem þýddi að hann átti aðeins eitt inni fyrir síðari hálfleikinn sem gerði hlutina erfiðari.

„Jú, auðvitað er það ekki „ideal“. Þá fara menn að hugsa hvort við eigum að gera einhverjar breytingar í hálfleik, en þú vilt ekki fara að gera breytingar bara til að gera þær. Auðvitað er þetta ekki „ideal“ staða. Þetta kemur fyrir í fótbolta og gerir hann ekki jafn útreiknanlegan þar sem þú ert bara með þrjú stopp. Þó þú megir skipta fimm leikmönnum þá var þetta aðeins erfiðara og þess vegna biðum við lengur með að breyta. Við hefðum getað gert breytingar fyrr en þú ert bara með eitt stopp og þá ákváðum við að setja þrjár ferskar lappir inn á. Því miður gekk þetta ekki upp en mér fannst þetta ekki einhver hræðileg frammistaða af okkar hálfu. Mér fannst við gera nóg til að fá eitthvað út úr leiknum en þá kemur aftur að þessu að þú þarft að vera klínískur, nýta þín augnablik í leiknum og svo máttu heldur ekki gefa svona ódýr mörk og við vorum að gefa.

„Þetta er svekkjandi í ljósi þess að við höfum verið á réttri leið en að því sögðu þá getur þú alveg tapað fótboltaleikjum án þess að vera yfirspilaður og dapur, en það er bara næsti leikur eftir nokkra daga og þar þurfum við að mæta tvíefldir til leiks. Það er ekkert næsti leikur heldur þurfum við að vinna.“


Mikið hefur verið rætt og ritað um markið sem Valur skoraði á 6. mínútu. Jónatan Ingi skaut boltanum í lappirnar á Patrick Pedersen og þaðan fór hann í netið. Markið var dæmt gott og gilt þegar það var skorað, en Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, fór því næst til aðstoðardómarans til að ráðfæra sig betur og var niðurstaðan rangstaða.

Pedersen var réttstæður og rúmlega það þegar hann fékk boltann í sig. Guðmundur Andri Tryggvason kom í hlaupinu inn í rangstöðuna en hafði engin áhrif á leikinn.

„Þetta er svona atriði sem þú vilt að dómarar klikki ekki á en það er mörg augnablik í leik sem eru ógeðslega erfið og þá er erfitt að vera svekktur yfir einhverju því þeir eru alltaf að gera sitt besta, en þetta er risastórt atvik þar sem manni finnst að menn eigi ekki að klikka,“ sagði Arnar, sem fannst einnig að Valur hafi átt að fá vítaspyrnu seint í leiknum þegar Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA, átti að hafa brotið af sér í teignum.

„Svo er spurningarmerki í seinni hálfleik þar sem Árni Marinó skilur við boltann og hamrar hann niður. Maður er að sjá dæmt á þetta trekk í trekk. Dæmt víti á FH, dæmt víti á KR og víti hér á Ingvar þegar boltinn var ekki. Ég bara veit það ekki, en ég var einmitt að ræða við nafna minn hérna og ég held að hann hafi verið sammála því. Ég held að þetta hafi verið á 80. og einverja mínútu í 2-2. Þetta eru svo stórar ákvarðanir en þetta er eins og það er. Við breytum þessu ekki og þessir í svarta gallanum eru alltaf að reyna gera sitt besta,“ sagði hann ennfremur.

Arnar segir að Valur hafi fengið afsökunarbeiðni frá dómurunum og er hann ánægður með að menn taki ábyrgð og geti viðurkennt mistök sín.

„Ekki til mín en held þeir hafi talað við einhvern frá okkur. Þeir fóru strax og skoðuðu þetta og það sást greinilega. Ég held að þeir hafi kíkt á þetta í hálfleik, eða það kæmi mér ekki á óvart. Haukur sagði við mig að þeir hefðu komið og beðist afsökunar á að þetta hafi klikkað. Mér finnst gott að menn geti viðurkennt að þeir geri mistök því það er enginn að reyna gera mistök, en þetta er blóðugt þegar það eru svona stór atvik. Það eru alltaf mistök í leikjum, leikmenn gera mistök og dómarar gera mistök en þegar það eru svona augljós.“

„Fyrir mér er þetta búð og ég ætla ekkert að velta þessu fyrir mér. Ég veit að þeir eru að reyna gera sitt besta, en auðvitað er þetta svekkjandi fyrir okkur. Leikurinn hefði getað orðið allt annað og líka bara ef við hefðum fengið víti sem menn eru að flauta á þá værum við með þrjú stig og tveimur á eftir Víking. Allt önnur tilfinning að fara inn í bikarundaúrslitaleikinn en nú er þetta staðan. Við töpuðum þarna, fimm stigum fyrir aftan og einu fyrir aftan Breiðablik. Það er bara næsti leikur og þetta er eitthvað sem er búið. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr því vegna þess að þá verður þú pirraður og þetta eru hlutir sem þú hefur enga stjórn á og við þurfum að fókusa á hluti sem við höfum stjórn á. Það er hvernig við mætum inn í næsta leik, næstu æfingu og þess háttar,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner