Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 23:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hjulmand: Svo þreyttur á þessari fáránlegu handarreglu
Mynd: EPA

Kasper Hjulmand landsliðsþjálfari Danmerkur var brjálaður eftir tap liðsins gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum á EM í dag.


Joachim Andersen skoraði fyrir Dani strax í upphafi síðari hálfleik en markið var dæmt af þar sem Thomas Delaney var rangstæður í aðdragandanum en stóra táin hans var fyrir innan.

Stuttu síðar fékk Þýskaland vítaspyrnu þar sem Andersen fékk boltann í höndina innan vítateigs.

„Þetta ætti að sjást frá tunglinu, þetta ætti ekki að snúast um nokkra sentimetra. Svona eigum við ekki að nota VAR. Einni mínútu síðar er víti, ég er svo þreyttur á þessari fáránlegu handarreglu, við getum ekki beðið varnarmennina að hlaupa án þess að nota hendurnar," sagði Hjulmand.

„Joachim var að hlaupa venjulega, þetta er eðlileg staða, hann stekkur og fær boltann í sig af eins metra færi.  Ég tala sjaldan um svona hluti en þetta hafði stór áhrif á leikinn."


Athugasemdir
banner
banner
banner