Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 18:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Þýskalands og Danmerkur: Sane inn fyrir Wirtz
Mynd: EPA

Byrjunarliðin í öðrum leik dagsins í 16-liða úrslitum EM eru komin í hús. Heimamenn í Þýskalandi mæta Dönum.


Það eru þrjár breytingar á þýska liðinu frá 1-1 jafntefli gegn Sviss í lokaleik riðilsins. Nico Schlotterbech kemur inn fyrir Jonathan Tah sem tekur út leikbann. David Raum keemur inn fyrri Maximillian Mittelstadt og Leroy Sane inn fyrir Florian Wirtz.

Það eru tvær breytingar á danska liðinu sem gerði markalaust jafntefli gegn Serbíu í lokaleik riðilsins.

Morten Hjulmand er í banni hjá Dönum en Thomas Delaney kemur inn fyrir hann. Þá er Andreas Skov Olsen í liðinu á kostnað Jonas Wind.

Þýskaland: Neuer; Kimmich, Rudiger, Schlotterbeck, Raum; Kroos, Andrich; Sane, Gundogan, Musiala; Havertz.

Danmörk: Schmeichel, Christensen, Andersen, Vestergaard; Bah, Delaney, Hojbjerg, Maehle; Hojlund, Eriksen, Skov Olsen.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner