Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
4. deild: Einn besti handboltamaður landsins kom KH til bjargar
Benedikt Gunnar Óskarsson
Benedikt Gunnar Óskarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var ansi óvænt hetja hjá KH þegar liðið vann endurkomusigur á Kríu í kvöld.


Benedikt Gunnar Óskarsson kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk og tryggði liðinu 4-2 sigur.

Benedikt er þekktari fyrir handboltann en hann lék með Val í þeirri grein á síðustu leiktíð en er á leið til norska liðsins Kolstad. Hann skoraði m.a. 17 mörk í bikarúrslitaleik gegn ÍBV síðasta vetur en enginn leikmaður hefur aldrei skorað jafn mörg mörk í bikarúrslitaleik.

Með þessum sigri stökk KH úr sjöunda sæti upp í það fjórða. Þá skildu Tindastóll og KÁ jöfn á Sauðárkróki.

Tindastóll 1 - 1 KÁ
1-0 Arnar Ólafsson ('21 )
1-1 Bjarki Sigurjónsson ('58 )

KH 4 - 2 Kría
0-1 Páll Bjarni Bogason ('18 )
1-1 Kristinn Kári Sigurðarson ('32 )
1-2 Páll Bjarni Bogason ('39 )
2-2 Jón Örn Ingólfsson ('62 )
3-2 Benedikt Gunnar Óskarsson ('88 )
4-2 Benedikt Gunnar Óskarsson ('91 )

KFS 1-2 RB
1-0 Leó Viðarsson ('4 )
1-1 Sævar Logi Jónsson ('58 )
1-2 Makhtar Sangue Diop ('63 )
Rautt spjald: Leó Viðarsson , KFS ('77)


4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner