Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 22:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Postecoglou brjálaður út í VAR - „Þá mun ég springa"
Mynd: EPA

Ange Postecoglou stjóri Tottenham er sérfræðingur á sjónvarpsstöðinni ITV yfir EM en hann hefur lengi talað gegn VAR.


Hann var því brjálaður yfir ákvörðuninni að dæma mark Joachim Andersen, varnarmanni danska liðsins, af í kvöld.

Thomas Delaney leikmaður danska liðsins lagði upp markið en hann var dæmdur rangstæður þar sem stóra táin hans var fyrir innan.

„Það er vandamálið. Michael Oliver er ekki að taka þessa ákvörðun. Ef ég heyri einn í viðbót segja að VAR sé ekki að taka yfir leikinn þá mun ég springa. Þetta er ekki Oliver að kenna, við erum að gagnrýna tæknina," sagði Postecoglou.


Athugasemdir
banner
banner