Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   sun 30. júní 2024 18:22
Kári Snorrason
Byrjunarlið Víkings og Fram: Arnar gerir sex breytingar - Kennie Chopart snýr aftur
Pálmi byrjar í marki Víkinga
Pálmi byrjar í marki Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kennie Chopart kemur aftur í byrjunarliðið eftir meiðsli
Kennie Chopart kemur aftur í byrjunarliðið eftir meiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. fær Fram í heimsókn klukkan 19:15 á eftir en er það fyrsti leikur í 13. umferð Bestu-deildar karla, byrjunarliðin eru komin inn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Fram

Víkingur vann stórsigur á Stjörnunni í síðasta leik en Arnar Gunnlaugs gerir 6 breytingar á liði sínu frá þeim leik.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Ari Sigurpálsson, Halldór Smári, Gísli Gotti, Helgi Guðjóns, Viktor Örlygur og Pálmi Rafn kemur í búrið.

Úr byrjunarliðinu víkja þeir Ingvar Jónsson, Jón Guðni Fjóluson, Matthías Vilhjálmsson, Pablo Punyed, Nikolaj Hansen og Erlingur Agnarsson.

Fram vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Vestra í síðasta leik. Það var fyrsti sigur Framara síðan 5. maí. Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar á liðu sínu frá þeim leik.

Þeir Kyle McLagan og Kennie Chopart koma í byrjunarliðið, Kyle McLagan tók út leikbann í síðasta leik en Kennie Chopart snýr aftur eftir meiðsli.
Úr byrjunarliði Fram fara þeir Adam Örn og Þorri Stefán.
Jannik Pohl er í hóp hjá Frömurum en hann kom síðast við sögu í fyrstu umferð.



Byrjunarlið Víkingur R.:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
9. Helgi Guðjónsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 10 3 1 34 - 14 +20 33
2.    Breiðablik 13 8 2 3 27 - 15 +12 26
3.    Valur 13 7 4 2 32 - 18 +14 25
4.    ÍA 12 6 2 4 24 - 17 +7 20
5.    FH 12 6 2 4 22 - 21 +1 20
6.    Fram 13 4 4 5 19 - 20 -1 16
7.    Stjarnan 13 5 1 7 24 - 28 -4 16
8.    KR 12 3 4 5 22 - 24 -2 13
9.    HK 12 4 1 7 15 - 23 -8 13
10.    KA 12 3 2 7 19 - 28 -9 11
11.    Vestri 12 3 1 8 15 - 31 -16 10
12.    Fylkir 12 2 2 8 18 - 32 -14 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner