Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   sun 30. júní 2024 20:19
Brynjar Ingi Erluson
Spánverjar búnir að snúa við taflinu - Fabian og Rodri með mörkin
Fabian Ruiz kom Spánverjum yfir
Fabian Ruiz kom Spánverjum yfir
Mynd: EPA
Spænska landsliðið er búið að snúa við taflinu gegn Georgíu og er staðan nú 2-1.

Georgía komst óvænt yfir á 18. mínútu er Robin Le Normand setti boltann í eigið net.

Sex mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks jöfnuðu Spánverjar með marki Rodri.

Nú eru Spánverjar komnir í 2-1. Giorgi Mamardashvili, markvörður Georgíu, varði aukaspyrnu Lamine Yamal en Spánverjar héldu boltanum. Hann endaði hjá Yamal sem átti þessa stórkostlegu sendingu inn á teiginn á Fabian Ruiz sem skilaði honum í netið.

Staðan 2-1 og Spánverjar nú komnir í ágæta stöðu en langt í frá þægilega enda hafa Georgíumenn verið ógnandi fram á við stærstan hluta leiksins.

Sjáðu markið hjá Fabian
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner