Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   sun 30. júní 2024 11:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andersen brjálaður: Ein versta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Joachim Andersen reiður í leikslok
Joachim Andersen reiður í leikslok
Mynd: EPA
Danski varnarmaðurinn Joachim Andersen var trylltur yfir dómgæslunni í leik Danmerkur gegn Þýskalandi í gær.

Andersen var gríðarlega óheppinn í leiknum en hann kom boltanum í netið í upphafi síðari hálfleiks en markið var dæmt af þar sem Thomas Delaney var rangstæður í aðdragandanum en stóra táin var fyrir innan.

Stuttu síðar fékk Þýskaland vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hönd Andersen inn í vítateig.

„Þetta var alls ekki víti. Þetta er ein versta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að á mínum ferli," sagði Andersen eftir leikinn en hann var einnig ósáttur með rangstöðudóminn.

Þá var Andersen spurður hvort hann hafi rætt við Michael Oliver dómara leiksins. Nýjar reglur segja til um að fyrirliðar megi aðeins ræða við dómarana.

„Ég má það ekki. Þá fær maður gult spjald og sekt, það er fáránleg regla. Hann má gera öll mistök sem hann vill og maður getur ekkert sagt.Þessi regla um að þú megir ekki tala við dómarann er sú heimskulegasta sem ég hef heyrt um," sagði Andersen.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner