Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
   sun 30. júní 2024 19:18
Sævar Þór Sveinsson
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, hefði viljað fá fleiri stig út úr leiknum þegar hans lið gerði 1-1 jafntefli við Þór í 10. umferð Lengjudeild karla í dag.


Lestu um leikinn: ÍR 1 -  1 Þór

Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig alveg klárlega. Það var rosalegur vindur og erfiðar aðstæður. Við náum að jafna snemma í seinni hálfleik og vorum með vindinn með okkur og gátum sett soldið pressu á þá og vorum bara klaufar að nýta ekki færin sem við fengum.

Árni gerði tvöfalda breytingu í hálfleik þegar hann Marteinn Theodórsson og Aron Daníel Arnalds komu inn fyrir Renato Punyed og Hrafn Hallgrímsson. 

Við höfum ekkert út á þá að setja sem spiluðu í fyrri hálfleik. Þetta voru erfiðar aðstæður og með Renato sem er meiri miðjumaður út í vængbakvörðinn og það gekk bara ekki upp. Við vissum að við gætum farið hærra þannig við settum sóknarvængmenn inn og það gekk bara fínt. Ef við hefðum unnið þá hefði ég verið sáttari með skiptinguna en jú þetta gekk fínt.

Það hefur verið spilað nokkuð þétt að undanförnu í Lengjudeildinni.

Það eru einhver meiðsli en við erum með stóran og jafnan hóp. Þannig við treystum öllum þeim sem koma inn á og spila hjá okkur. Það er bara næsti maður kemur inn.

Félagsskiptaglugginn opnar bráðlega á Íslandi og var Árni því spurður út í það hvort hann ætli sér að aðhafast eitthvað í þeim glugga.

Já já ég þarf kannski að ræða við formanninn og svona. Jú við reynum örugglega eitthvað. Þessi deild er svolítið að bíða eftir því hvað efsta deildin gerir og þá losnar eitthvað þar og svona. Við erum aðeins farnir að skoða í kringum okkur og það kemur bara í ljós.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner