Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   sun 30. júní 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - Víkingur mætir Fram og heil umferð í Lengjudeildinni
Víkingur fær Fram í heimsókn í kvöld
Víkingur fær Fram í heimsókn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er einn leikur í Bestu deild karla í kvöld en Víkingur fær Fram í heimsókn.


Leikurinn er liður í 13. umferð en umferðinni lýkur um næstu helgi. Víkingur getur náð sjö stiga forystu á toppnum í bili að minnsta kosti en Fram freistar þess að ná í annan sigur sinn í röð.

Njarðvík og Fjölnir eru með jafnmörg stig á toppi Lengjudeildarinnar. Fjölnir mætir til leiks klukkan 14 og tekur á móti Gróttu. Grótta hefur verið í brasi að undanförnu en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð.

Þrír leikir eru á dagskrá klukkan 16. Dalvík/Reynir fær Leikni í heimsókn í hörku leik en Leiknir hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir þjálfarabreytingar. Dalvíkingar hafa hins vegar ekki unnið síðan í 1. umferð en tvö stig skilja liðin að í fallbaráttunni.

ÍR fær Þór í heimsókn sem reif sig upp úr fallsæti með sigri í grannaslag gegn Dalvík/Reyni í síðustu umferð. Umferðinni lýkur á tveimur leikjum klukkan 19:15.

Þá fer einn leikur fram í 5. deild.

sunnudagur 30. júní

Besta-deild karla
19:15 Víkingur R.-Fram (Víkingsvöllur)

Lengjudeild karla
14:00 Fjölnir-Grótta (Extra völlurinn)
16:00 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)
16:00 Dalvík/Reynir-Leiknir R. (Dalvíkurvöllur)
16:00 ÍR-Þór (ÍR-völlur)
19:15 Þróttur R.-Grindavík (AVIS völlurinn)
19:15 Njarðvík-Afturelding (Rafholtsvöllurinn)

5. deild karla - B-riðill
16:00 Stokkseyri-Reynir H (Stokkseyrarvöllur)


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 10 3 1 34 - 14 +20 33
2.    Breiðablik 13 8 2 3 27 - 15 +12 26
3.    Valur 13 7 4 2 32 - 18 +14 25
4.    ÍA 12 6 2 4 24 - 17 +7 20
5.    FH 12 6 2 4 22 - 21 +1 20
6.    Fram 13 4 4 5 19 - 20 -1 16
7.    Stjarnan 13 5 1 7 24 - 28 -4 16
8.    KR 12 3 4 5 22 - 24 -2 13
9.    HK 12 4 1 7 15 - 23 -8 13
10.    KA 12 3 2 7 19 - 28 -9 11
11.    Vestri 12 3 1 8 15 - 31 -16 10
12.    Fylkir 12 2 2 8 18 - 32 -14 8
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 10 7 2 1 21 - 12 +9 23
2.    Njarðvík 10 6 2 2 22 - 14 +8 20
3.    ÍBV 10 4 4 2 22 - 13 +9 16
4.    Afturelding 10 4 2 4 16 - 19 -3 14
5.    Grindavík 9 3 4 2 17 - 14 +3 13
6.    ÍR 10 3 4 3 13 - 17 -4 13
7.    Leiknir R. 10 4 0 6 13 - 18 -5 12
8.    Keflavík 10 2 5 3 14 - 13 +1 11
9.    Þór 9 2 4 3 13 - 15 -2 10
10.    Grótta 10 2 4 4 16 - 23 -7 10
11.    Þróttur R. 10 2 3 5 14 - 16 -2 9
12.    Dalvík/Reynir 10 1 4 5 11 - 18 -7 7
5. deild karla - B-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Mídas 8 7 0 1 32 - 6 +26 21
2.    Smári 8 6 1 1 35 - 11 +24 19
3.    KFR 8 6 0 2 30 - 7 +23 18
4.    Hörður Í. 8 5 0 3 26 - 10 +16 15
5.    SR 8 5 0 3 23 - 16 +7 15
6.    Uppsveitir 8 2 1 5 14 - 20 -6 7
7.    Stokkseyri 8 2 0 6 13 - 34 -21 6
8.    Reynir H 8 1 2 5 9 - 34 -25 5
9.    Afríka 8 0 0 8 4 - 48 -44 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner