Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 13:55
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool ekki lengi að slíta viðræðum við Newcastle - Vildu ekki missa Quansah
Liverpool hefur enn áhuga á Anthony Gordon
Liverpool hefur enn áhuga á Anthony Gordon
Mynd: EPA
Liverpool ákvað að slíta viðræðum við Newcastle United um enska vængmanninn Anthony Gordon en þetta kemur fram á Sky Sports.

Félögin áttu í viðræðum um kaup og sölu á Gordon, sem var valinn besti leikmaður Newcastle á síðustu leiktíð.

Newcastle United vildi fá Jarell Quansah, varnarmann Liverpool, í skiptum en það voru skipti sem Liverpool var ekki til í.

Liverpool lítur á Quansah sem mikilvægan leikmann fyrir framtíðina, en hann er þegar kominn með stóra rullu í vörninni. Félagið sér hann fyrir sér sem byrjunarliðsmann í enska landsliðinu á næstu árum.

Á síðustu leiktíð lék Quansah 34 leiki og skoraði 2 mörk í öllum keppnum.

Viðræður Liverpool og Newcastle fóru því ekki lengra, en Liverpool hefur þó enn áhuga á Gordon.
Athugasemdir
banner
banner