Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
banner
   lau 29. júní 2024 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Eftirsóttur biti á leið í læknisskoðun hjá Brentford
Mynd: Getty Images
Hinn 18 ára gamli Archie Gray er á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford frá Leeds. Sky Sports greinir frá.

Stærstu félög ensku úrvalsdeildarinnar hafa fylgst með Gray síðasta árið eða svo.

Miðjumaðurinn spilaði 44 leiki með Leeds í ensku B-deildinni á síðasta tímabili, en hann getur einnig leyst af sem djúpur miðjumaður og í hægri bakverði.

Gray er nú óvænt á leið til Brentford þrátt fyrir áhuga stærstu liða deildarinnar en Leeds hefur samþykkt 35 milljóna punda tilboð félagsins. Kaupverðið getur hækkað upp í 40 milljónir ef Gray nær ákveðnum áföngum með Brentford.

Búið er að bóka læknisskoðun fyrir Gray en samkvæmt Sky Sports er þetta ekki alveg frágengið en þar er minnst á huga annarra liða. Það verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað félagið reynir að stela honum frá Brentford á elleftu stundu.

Englendingurinn hefur spilað fyrir öll yngri landslið Englands. Í mars var hann valinn í U21 árs landsliðið. Hann gat ekki beðið um betri byrjun en hann skoraði í fyrsta leik sínum og gaf þá stoðsendingu í öðrum leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner