Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM spáin - Algjör framlengingarlykt hjá Ítalíu og Sviss
Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson spá í leikina.
Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Calafiori er í leikbanni.
Calafiori er í leikbanni.
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka í baráttunni.
Granit Xhaka í baráttunni.
Mynd: EPA
Sextán liða úrslitin á EM í Þýskalandi hefjast í dag með tveimur mjög svo áhugaverðum leikjum. Sviss og Ítalía eigast við klukkan 16:00 í fyrsta leik útsláttarkeppninnar.

Spámenn Fótbolta.net eru Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamenn á RÚV, en þeir hafa báðir verið frábærir í umfjöllun í kringum mótið. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Gunnar Birgisson

Sviss 2 - 1 Ítalía (eftir framlengingu)
Þetta er fyrirfram svakalegur leikur en eitthvað sem segir mér að Sviss muni stýra aðeins umferðinni. Þetta gæti lokast aðeins eftir að Ítalía kemst yfir en þetta never say never attitjúd í Sviss kristallast í því þegar Granit Xhaka jafnar með lítið eftir. Svo vinnur Sviss í framlengingu.

Jóhann Páll Ástvaldsson

Sviss 1 - 2 Ítalía (eftir framlengingu)
Algjör framlengingarlykt. Xhaka fær sitt gula spjald og Ndoye kemur Svissurunum yfir. Chiesa kemur trítilóður af bekknum og jafnar. 1-1 eftir venjulegan. Ítalir eru með the clutch gene í framlengingu og fara áfram. Barella winner í seinni hálfleik ET eða sigurvítið. Myndavélarnar mynda Calafiori uppi í stúku cirka 27% leiktímans og ná tryllingnum hans.

Spalletti enn að hringla með sína blöndu en viljum innst inni ítölsku geðveikina áfram fremur en Sviss normcoreið. Haris Seferovic holdgervingur svissnesks fótbolta síðustu ár - sá mikli snillingur. Það segir allt sem segja þarf og grátum það ekki að missa þá út. Fengum stórbrotið stórmótamark frá Shaqiri og þá eru allir sáttir.

Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke

Sviss 2 - 1 Ítalía
Þetta ólseiga svissnska lið fer áfram, sé ekki alveg í kúlunni hvort þetta verði framlenging eða ekki, en þessu móti lýkur annað kvöld hjá Ítölunum, því miður. Granít kemur að einu marki og Ricardo Rodriguez sömuleiðis. Ætli Scamacca nái svo ekki að snerta boltann nokkrum sinnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner