Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
banner
   sun 30. júní 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Síðasti dagur Kroos hjá Real Madrid - „Verð alltaf einn af ykkur"
Mynd: EPA

Toni Kroos var í liði Þýskalands sem tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum EM með sigri á Danmörku í gær.


Þessi 34 ára gamli miðjumaður mun leggja skóna á hilluna eftir EM en síðasti dagur hans sem leikmaður Real Madrid er í dag.

Hann gaf sér tíma til að senda stuðningsfólki Real Madrid kveðju á Instagram síðu sinni.

„Í dag er minn síðasti dagur sem leikmaður Real Madrid. Það er skrítið en ég verð alltaf einn af ykkur. Ævinlega þakklátur," skrifaði Kroos.

Kroos gekk til liðs við Real Madrid frá Bayern Munchen árið 2014 og vann spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeildina fimm sinnum. Hann lék 465 leiki fyrir spænska félagið og skoraði 28 mörk


Athugasemdir
banner
banner