Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   sun 30. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild kvenna: Völsungur fór illa með Augnablik - Dalvík/Reynir komið á blað
Harpa Ásgeirsdóttir
Harpa Ásgeirsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tveir leikir voru á dagskrá í 2. deild kvenna í gær en Völsungur fór illa með Augnablik og Dalvík/Reynir nældi í sitt fyrsta stig.


Völsungur lagði grunninn að sigrinum á Kópavogsvelli snemma leiks en staðan var orðin 2-0 eftir innan við 10 mínútna leik.

Fleiri mörk urðu ekki skoruð í fyrri hálfleik en liðið bætti við þremur mörkum og 5-0 sigur staðreynd.

Dalvík/Reynir er komið á blað eftir að liðið nældi í sterkt stig gegn KR en Rakel Sjöfn jafnaði metin í 2-2 þegar um stundafjórðungur var til leiksloka og þar við sat.

Augnablik 0 - 5 Völsungur
0-1 Árdís Rún Þráinsdóttir ('6 )
0-2 Krista Eik Harðardóttir ('9 )
0-3 Harpa Ásgeirsdóttir ('56 )
0-4 Krista Eik Harðardóttir ('72 )
0-5 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('86 )

Dalvík/Reynir 2 - 2 KR
0-1 Katla Guðmundsdóttir ('8 )
1-1 Arna Kristinsdóttir ('50 )
1-2 Birta Ósk Sigurjónsdóttir ('60 )
2-2 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('74 )


2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 8 7 1 0 42 - 12 +30 22
2.    Völsungur 8 7 0 1 33 - 3 +30 21
3.    KR 7 5 2 0 25 - 6 +19 17
4.    Einherji 8 5 1 2 21 - 10 +11 16
5.    KH 8 5 1 2 16 - 11 +5 16
6.    ÍH 8 5 0 3 39 - 19 +20 15
7.    Fjölnir 7 4 0 3 24 - 12 +12 12
8.    Augnablik 7 3 0 4 17 - 18 -1 9
9.    Sindri 8 2 1 5 13 - 42 -29 7
10.    Álftanes 7 1 1 5 13 - 25 -12 4
11.    Smári 7 0 1 6 5 - 31 -26 1
12.    Dalvík/Reynir 7 0 1 6 8 - 37 -29 1
13.    Vestri 8 0 1 7 4 - 34 -30 1
Athugasemdir
banner
banner
banner