Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
banner
   lau 29. júní 2024 18:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þessi frammistaða er hneisa fyrir ítalskan fótbolta"
Ítalía er úr leik
Ítalía er úr leik
Mynd: EPA
Granit Xhaka var stórkostlegur í dag
Granit Xhaka var stórkostlegur í dag
Mynd: EPA

Ítalía varð Evrópumeistari á EM 2020 í heimalandinu en er nú úr leik eftir tap gegn Sviss í 16-liða úrslitunum í dag. Hörður Magnússon og Óskar Hrafn Þorvaldsson hraunuðu yfir ítalska liðið í EM Stofunni á Rúv eftir leikinn.


„Þessi frammistaða er hneisa fyrir ítalskan fótbolta. Við erum að tala um eina mestu knattspyrnuþjóð í heimi. Menn geta tapað en fyrsti klukkutíminn er einhver mesta niðurlæging ítalsk fótbolta, við þurfum að hafa það í huga hverjir andstæðingarnir eru. Sviss er í besta falli litli bróðir," sagði Hörður Magnússon.

„Þeir voru mjög góðir og ég ætla ekkert að taka af þeim en þeir fengu hjálp frá andlausu og hugmyndasnauðu og mjög lélegu ítölsku liði. Svisslendingarnir voru virkilega góðir, stigu hátt á völlinn, pressuðu vel. Þeir fengu Ítalana til að spila þangað sem þeir vildu spila," sagði Óskar Hrafn

„Af því það var engin ógn á bakvið gátu þeir farið allir og skilið nánast eftir mínus einn, þeir voru varla maður á mann í öftustu því Scamacca fer ekki yfir fjögurra kílómetra hraða á klukkustund, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af honum."

Höddi og Óskar hrósuðu Granit Xhaka, fyrirliða svissneska liðsins, í hástert.

„Með Xhaka stjórnandi umferðinni nánast í fyrsta gír, hann hljóp sennilega svipað hratt og Scamacca en með ævintýralega yfirsýn. Hann var með fullkomna stjórn á leiknum. Fyrir mér var hann lang langbesti maður vallarins," sagði Óskar.

„Ég er að reyna að fara aftur í sögunni, Michel Platini EM 1984, Hann gerði það sem hann vildi. Þessi frammistaða Xhaka í þessum leik og á mótinu minnir mig svolítið á hann. Hann lítur út sem einn besti fótboltamaður heims í dag, hann virðist bara vera það," sagði Höddi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner