Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   sun 30. júní 2024 18:38
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: ÍBV skoraði fimm mörk í seinni hálfleik - Góður útisigur Leiknis
Lengjudeildin
Víðir Þorvarðarson skoraði tvö fyrir Eyjamenn undir lok leiks
Víðir Þorvarðarson skoraði tvö fyrir Eyjamenn undir lok leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Omar Sowe gerði sigurmark Leiknis úr víti
Omar Sowe gerði sigurmark Leiknis úr víti
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
ÍR-ingar gerðu jafntefli við Þór
ÍR-ingar gerðu jafntefli við Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV kjöldró Keflavík, 5-0, í 10. umferð Lengjudeildar karla á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld. Leiknir R. vann þá góðan 1-0 sigur á Dalvík/Reyni á meðan ÍR gerði 1-1 jafntefli við Þór.

Það voru engar úrvals aðstæður í Vestmannaeyjum í dag. Það var mikið rok og erfitt að ná góðu spili.

Eyjamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og sköpuðu sér fína sénsa, en Keflvíkingar fengu líka sín færi. Staðan var markalaus en í þeim síðari tóku Eyjamenn yfir.

Sigður Arnar Magnússon gerði fyrsta markið á 50. mínútu. Guðjón Ernir Hrafnkelsson kom með frábæra sendingu á milli varnar og markmanns og kláraði Sigurður færið afskaplega vel.

Þeir gengu á lagið eftir það. Oliver Heiðarsson tvöfaldaði forystuna er hann komst óvænt í gegn á 59. mínútu og nýtti það. Hans sjötta mark í sumar.

Arnar Breki Gunnarsson gerði þriðja markið á 67. mínútu. Jón Ingason átti hörkuskot utan af velli sem Ásgeir Orri Magnússon var í töluverðum vandræðum með. Boltinn datt út í teiginn og þar var Arnar Breki fyrstur að átta sig og staðan orðin 3-0.

Víðir Þorvarðarson kom inn af bekknum á 80. mínútu og sá til þess að klára leikinn með tveimur mörkum. Hann gerði fyrra mark sitt á fyrstu mínútu í uppbótartíma með góðu skoti eftir sendingu Eyþórs Orra Ómarsson og tveimur mínútum síðar kom annað mark hans.

Eyjamenn í 3. sæti með 16 stig en Keflavík í 7. sæti með 11 stig.

Góður útisigur Leiknis

Leiknismenn sóttu góðan 1-0 sigur á Dalvík/Reyni á Dalvíkurvelli í dag.

Heimamenn fengu tækifæri til að komast yfir á 21. mínútu. Áki Sölvason fékk boltann en Arnór Ingi Kristinsson náði að komast fyrir og bjargaði þar marki.

Leiknismenn fóru að ógna þegar leið á. Shkelzen Veseli var þeirra hættulegasti maður en hann átti skot í stöng, slá og þá setti hann boltann yfir úr frábæru færi.

Staðan markalaus í hálfleik en snemma í þeim síðari kom sigurmarkið. Brotið var á Shkelzen í teignum og var það Omar Sowe sem skoraði úr vítinu.

Gestirnir fengu tvö mjög góð færi til að gera út um leikinn. Fyrst var það Sowe sem komst í dauðafæri en Franko Lalic varði frá honum áður en Þorsteinn Emil Jónsson náði ekki skoti úr öðru dauðafæri.

Það kostaði næstum því Leikni tvö stig því í uppbótartíma fékk Abdeen Temitope Abdul dauðafæri hinum megin á vellinum, en setti boltann framhjá. Stálheppnir Leiknismenn sem fóru með 1-0 sigur af hólmi.

Leiknir fer upp í 6. sæti deildarinnar með 12 stig en Dalvík/Reynir í næst neðsta sæti með 7 stig.

Jafnt í Breiðholti

ÍR og Þór gerðu 1-1 jafntefli á ÍR-vellinum í Breiðholti í dag.

Gestirnir frá Akureyri komust í forystu á 8. mínútu er Fannar Daði Malmquist Gíslason hamraði boltanum í fjærhornið eftir góða sókn.

ÍR-ingar gátu jafnað leikinn á 29. mínútu er Guðjón Máni Magnússon fékk dauðafæri en skalli hans framhjá markinu. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleiknum, en ÍR-ingar komu til baka í þeim síðari.

Heimamenn fóru síðari hálfleikinn vel af stað og var aðeins tímaspursmál hvenær jöfnunarmarkið kæmi. Það kom á 57. mínútu er Bragi Karl Bjarkason kom boltanum í hlaupaleið Guðjóns sem skoraði af miklu öryggi.

ÍR-ingar fengu nokkur færi til að stela sigrinum á lokamínútunum en sættu sig á endanum við eitt stig. ÍR er í 5. sæti með 13 stig en Þór í 9. sæti með 10 stig.

Úrslit og markaskorarar:

ÍBV 5 - 0 Keflavík
1-0 Sigurður Arnar Magnússon ('50 )
2-0 Oliver Heiðarsson ('59 )
3-0 Arnar Breki Gunnarsson ('67 )
4-0 Víðir Þorvarðarson ('91 )
5-0 Víðir Þorvarðarson ('93 )
Lestu um leikinn

Dalvík/Reynir 0 - 1 Leiknir R.
0-1 Omar Sowe ('59 , víti)
Lestu um leikinn

ÍR 1 - 1 Þór
0-1 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('8 )
1-1 Guðjón Máni Magnússon ('57 )
Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 10 7 2 1 21 - 12 +9 23
2.    Njarðvík 10 6 2 2 22 - 14 +8 20
3.    ÍBV 10 4 4 2 22 - 13 +9 16
4.    Afturelding 10 4 2 4 16 - 19 -3 14
5.    Grindavík 9 3 4 2 17 - 14 +3 13
6.    ÍR 10 3 4 3 13 - 17 -4 13
7.    Leiknir R. 10 4 0 6 13 - 18 -5 12
8.    Keflavík 10 2 5 3 14 - 13 +1 11
9.    Þór 9 2 4 3 13 - 15 -2 10
10.    Grótta 10 2 4 4 16 - 23 -7 10
11.    Þróttur R. 10 2 3 5 14 - 16 -2 9
12.    Dalvík/Reynir 10 1 4 5 11 - 18 -7 7
Athugasemdir
banner
banner
banner