Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
banner
   lau 29. júní 2024 12:21
Brynjar Ingi Erluson
Beta fékk ekki starfið hjá Aston Villa
Robert De Pauw (t.v.) er nýr þjálfari Aston Villa
Robert De Pauw (t.v.) er nýr þjálfari Aston Villa
Mynd: Aston Villa
Enska félagið Aston Villa hefur tilkynnt ráðningu á nýjum þjálfara kvennaliðsins en Hollendingurinn Robert De Pauw hefur tekið við starfinu og mun stýra liðinu næstu þrjú árin.

Breska ríkisútvarpið sagði á dögunum frá því að Elísabet Gunnarsdóttir væri einna líklegust til að taka við Aston Villa.

Carla Ward hætti með liðið eftir tímabilið og komu Elísabet og Joe Montemurro bæði til greina til að taka við af Ward.

Montemurro tók við liði Lyon í Frakklandi og var talið líklegast að Elísabet væri því að taka við Villa.

Í dag sendi Villa frá sér tilkynningu og kom þar fram að De Pauw væri nýr þjálfari liðsins, en hann gerði þriggja ára samning við félagið.

De Pauw þjálfaði síðast Bayer Leverkusen í Þýskalandi, en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék undir hans stjórn á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner