Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   sun 30. júní 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM í dag - Hrökkva Englendingar almennilega í gang?
Mynd: EPA

16-liða úrslitin á EM halda áfram í dag en Þýskaland og Sviss tryggðu sér sæti í átta liða úrslitin í gær.


England var ekki sannfærandi í riðlakeppninni þrátt fyrir að enda uppi sem sigurvegari í sínum riðli. Slóvakía komst áfram eftir að hafa lent í 3. sæti í ótrúlegum E-riðli þar sem öll liðin enduðu með 4 stig.

Seinni leikur kvöldsins er leikur Spánar gegn Georgíu.

Georgía er á sínu fyrsta stórmóti og komust áfram eftir glæsilegan sigur á Portúgal í lokaumferð riðlakeppninnar. Spánverjar hafa hins vegar liðið svakalega vel út og eru af mörgum taldir líklegir til að fara alla leið. Það er því gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum hjá Georgíu.

EM
16:00 England - Slóvakía
19:00 Spánn - Georgía


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner