Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 20:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ótrúleg atburðarás í Dortmund - „Ef Delaney hefði bara klippt táneglurnar í morgun"
Joachim Andersen fær boltann í höndina
Joachim Andersen fær boltann í höndina
Mynd: EPA

Þýskaland er komið með forystuna gegn Danmörku í 16-liða úrslitum EM en Kai Havertz skoraði markið úr vítaspyrnu eftir ótrúlega atburðarás.


Joachim Andersen hélt að hann hafði komið Danmörku yfir strax í upphafi síðari hálfleik þegar hann kom boltanum í netið en markið var dæmt af þar sem Thomas Delaney var dæmdur rangstæður í aðdragandanum en það var rosalega tæpt.

Strax í kjölfarið fór VAR aftur af stað og dæmdi vítaspyrnu hinumegin á vellinum þara sem Andersen fékk boltann í höndina eftir fyrirgjöf frá David Raum.

Kai Havertz skoraði úr vítinu og kom Þýskalandi yfir. Leroy Sane bætti síðan öðru markinu við og er staðan orðin 2-0 þegar um stundafjórðungur er til loka venjulegs leiktíma.


Athugasemdir
banner
banner