Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 20:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spalletti segist ekki hafa fengið nægan tíma til að undirbúa liðið
Mynd: EPA

Luciano Spalletti þjálfari ítalska landsliðsins segist taka alla ábyrgð á sig eftir að liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum á EM eftir tap gegn Sviss í dag.


Hann gerði sex breytingar á liðinu fyrir leikinn í dag.

„Ég tek ábyrgð. Við töpuðum út af liðsvalinu mínu, þetta er ekki leikmönnunum að kenna," sagði Spalletti.

Spalletti var ráðinn þjálfari ítalska landsliðsins í september á síðasta ári og var fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn gegn Norður Makedóníu í 5. umferð undankeppni EM. Hann benti á það eftir leikinn í dag að hann hafi fengið nægan tíma til að undirbúa liðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner