Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   sun 30. júní 2024 19:51
Brynjar Ingi Erluson
„Gerum allt til að vernda þjálfarann“
Declan Rice
Declan Rice
Mynd: EPA
Declan Rice, leikmaður enska landsliðsins, var hoppandi kátur eftir 2-1 endurkomusigur Englands á Slóvakíu í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í kvöld.

Englendingar höfðu ekki átt sinn besta leik, ekkert frekar en í öðrum leikjum mótsins, eða þangað til Jude Bellingham jafnaði metin á síðustu mínútu í uppbótartíma.

Harry Kane gerði síðan sigurmarkið í byrjun framlengingar og komust Englendingar áfram í 8-liða úrslit.

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hefur verið gagnrýndur fyrir liðsval og taktík á mótinu, en hann kom honum til varnar í viðtali eftir leikinn.

„Ég get ekki lýst þeirri tilfinningu að vera fulltrúi Englands. Við erum í 16-liða úrslitum Evrópumótsins, horfir á klukkuna og heldur að þú sért á heimleið. Leikmenn að segja við hvorn annan að það sé ein mínúta eftir og þá kemur þessi innri andi og barátta í okkur. Samheldnin var til staðar í kvöld og við gerum allt til þess að vernda þjálfarann. Við höldum áfram og höldum áfram að berjast. Það er heiður að vera hluti af þessu og við munum halda áfram,“ sagði Rice.
Athugasemdir
banner
banner
banner