Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 28. október 2022 13:06
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Alex Freyr búinn að skrifa undir hjá Breiðabliki
Alex Freyr Elísson, leikmaður Fram.
Alex Freyr Elísson, leikmaður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Alex Freyr Elísson hefur skrifað undir samning við Íslandsmeistara Breiðabliks en frá þessu greinir 433.is.

Alex er 25 ára hægri bakvörður sem uppalinn er hjá Fram en talað hefur verið um það í nokkurn tíma að hann væri á leið í Kópavoginn.

Alex hefur spilað 19 leiki með Fram í Bestu deildinni en hefur ekki tekið þátt í deildinni eftir tvískiptingu vegna meiðsla. Deildin klárast á morgun en Fram mætir Keflavík á meðan Breiðablik fær Víking í heimsókn og tekur á móti Íslandsmeistaraskildinum að leik loknum.

433.is náð ekki í Ólaf Kristjánsson yfirmann fóboltamála hjá Breiðabliki eða Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara liðsins við vinnslu fréttarinnar. Þá svaraði Daði Guðmundsson framkvæmdarstjóri Fram ekki í síma.
Athugasemdir
banner
banner