Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 28. október 2022 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Danks: Erfitt að vera samkeppnishæfir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Aston Villa og Newcastle eigast við í ensku úrvalsdeildinni á morgun, laugardag, og hafa Aaron Danks og Eddie Howe báðir tjáð sig fyrir viðureignina.


Danks er bráðabirgðastjóri Villa þar til Unai Emery fær atvinnuleyfi og var spurður út í peningaeyðslu félaga í ensku úrvalsdeildinni, þar sem Newcastle er nú komið í eigu sádí-arabísku konungsfjölskyldunnar.

„Það er gríðarlega mikil samkeppni í þessari deild og fjárhæðirnar eru orðnar fáránlegar. Þetta er mjög spennandi deild útaf þessari samkeppni en í hverjum sumarglugga eru félög að eyða 100 milljónum punda og það eru ekki bara topp sex liðin," sagði Danks.

„Smærri félög þurfa að finna aðrar leiðir til að vera samkeppnishæf og við erum í þeim flokki."

Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, var spurður út í Emery sem var ráðinn til Villa á dögunum, en til gamans má geta að Howe tók við Newcastle eftir að Emery hafði hafnað starfinu.

„Unai er stórkostlegur þjálfari sem hefur náð frábærum árangri og ég held að þetta sé virkilega klók ráðning hjá Aston Villa. En fyrir mína hönd þá er ég virkilega stoltur af því að þjálfa Newcastle og hlakka til næstu áskoranna."

Newcastle er búið að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og situr í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig úr 12 umferðum á meðan Villa vann langþráðan sigur í síðustu umferð og er með 12 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner