Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. október 2022 10:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emil Páls verður heiðursgestur hjá FH á morgun
Emil í leik með FH fyrir nokkrum árum.
Emil í leik með FH fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Pálsson verður sérstakur heiðursgestur hjá FH á morgun þegar liðið mætir ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla.

„Því miður þurfti Emil að leggja skónna á hilluna í sumar en við FH-ingar gleymum aldrei hans framlagi til félagsins. Emil, takk fyrir minningarnar, titlana og vinskapinn," segir í tilkynningu frá Fimleikafélaginu.

Emil lagði skóna á hilluna fyrr á þessu ári eftir að hafa tvisvar farið í hjartastopp.

Emil fór í hjartastopp þegar hann var að spila með Sogndal í Noregi á fyrsta degi nóvembermánaðar á síðasta ári og var endurlífgaður á vellinum. Hann setti stefnuna á að halda fótboltaferlinum áfram en fór svo aftur í hjartastopp á æfingu í maí.

Emil fæddist á Ísafirði og lék með BÍ/Bolungarvík áður en hann gekk í raðir FH þar sem hann varð þrívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Auk Sogndal lék hann með Sandefjord og Sarpsborg í Noregi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner