Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. október 2022 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Kristianstad missir af Evrópusæti eftir þriðja tapið í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Kristianstad

Lærlingar Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad eru búnar að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.


Kristianstad heimsótti Linköping í toppbaráttunni í dag og steinlá. Þetta var þriðja tap liðsins í röð og er Kristianstad fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti fyrir lokaumferð deildartímabilsins.

Guðrún Arnardóttir og stöllur í Rosengård eru búnar að tryggja sér titilinn og endar Linköping í öðru sæti.

Amanda Jacobsen Andradóttir var í byrjunarliði Kristianstad í dag ásamt Delaney Baie Pridham. Delaney var tekin út í hálfleik í stöðunni 2-0 og var Amöndu skipt út á 68. mínútu, þegar staðan var orðin 4-0.

Emelía Óskarsdóttir kom inn fyrir Amöndu og urðu lokatölur 4-1. Kristianstad er með 49 stig eftir 25 umferðir.

Linköping 4 - 1 Kristianstad

Í Danmörku var Kristín Dís Árnadóttir ekki í hóp hjá Bröndby sem lagði Sundby að velli í efstu deild kvenna.

Kristín Dís hefur verið fjarverandi síðustu mánuði eftir að hún sleit krossband í leik með Bröndby í apríl.

Ólíklegt er að Kristín spili fótbolta aftur á þessu ári en hún er aðeins 23 ára gömul og kemur vonandi tvíefld aftur úr meiðslunum.

Kristín var mikilvægur byrjunarliðsmaður hjá Bröndby fyrir meiðslin og á 29 landsleiki að baki fyrir yngri lið Íslands. Hún á eftir að spila fyrir A-landsliðið en gerir sterkt tilkall til sætis í leikmannahópnum ef hún heldur áfram á sömu braut og hún var á fyrir meiðslin.

Bröndby er í öðru sæti dönsku deildarinnar, með 22 stig eftir 10 umferðir, tveimur stigum eftir toppliði Koge sem á leik til góða um helgina.

Sundby 1 - 2 Bröndby


Athugasemdir
banner
banner
banner