Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 28. október 2022 12:11
Elvar Geir Magnússon
Lee Sharpe lokar barnum sínum á Spáni
Lee Sharpe í búningi Grindavíkur.
Lee Sharpe í búningi Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Manchester United og Grindavíkur, hefur lokað barnum sem hann opnaði á Costa Blanca á Spáni á síðasta ári.

Um var að ræða írskan bar sem hét Sharpey's en Sharpe flutti til Spánar ásamt fjölskyldu sinni og ákvað að gerast atvinnumaður í golfi.

„Barnum hefur verið lokað því ég gat ekki sinnt honum eins og hefði þurft, það hefur ekki náðst að halda honum eins sérstökum og hann var þegar hann opnaður," segir hinn 51 árs gamli Sharpe.

Sjá einnig:
Tímavélin: Lee Sharpe í Grindavík

Sharpe skaust ungur fram á sjónarsviðið og lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Manchester United þegar hann var 17 ára gamall. Hann var valinn efnilegasti leikmaður ensku deildarinnar 1991.

Hann náði þó ekki þeim hæðum sem vonast var eftir. Árið 2003 lék hann sjö leiki með Grindavík í efstu deild hér á Íslandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner