Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. október 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Marí frá í tvo mánuði eftir hnífaárásina
Mynd: Getty Images
Pablo Marí verður frá í tvo mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut þegar hnífamaður réðist á hann í verslunarmiðstöð í úthverfi Mílanó.

Sjá einnig:
Pablo Marí: Ég sá einstakling deyja fyrir framan mig

Fleiri særðust í árásinni og einn lést, 47 ára starfsmaður verslunarinnar.

Marí er varnarmaður Arsenal en er hjá Monza á lánssamningi. Hann var að versla ásamt eiginkonu sinni og syni, sem var í vagni. Skyndilega fann hann fyrir sársauka í baki og sá svo árásarmanninn skera starfsmanninn á háls.

Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum. Hann er 46 ára og á við geðræn vandamál að stríða, búið er að útiloka að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.


Athugasemdir
banner
banner
banner