Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. október 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Feyenoord bullur tortímdu klósettunum í Austurríki
Feyenoord er í þriðja sæti hollensku deildarinnar með 24 stig eftir 11 umferðir, fjórum stigum eftir toppliði Ajax.
Feyenoord er í þriðja sæti hollensku deildarinnar með 24 stig eftir 11 umferðir, fjórum stigum eftir toppliði Ajax.
Mynd: Getty Images

Hollenska félagið Feyenoord, sem kemur úr Rotterdam, endaði í öðru sæti Sambandsdeildarinnar í fyrra.


Í ár er liðið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og tapaði gríðarlega mikilvægum leik á útivelli gegn Sturm Graz í Austurríki í gærkvöldi eftir að hafa unnið fyrri leikinn 6-0 á heimavelli.

Bullur Feyenoord, sem fylgdu liðinu til Austurríkis, eru þekktar fyrir að vera ofbeldisfullar og ógnvekjandi. Eftir tapið var ákveðið að taka reiðina út á baðherbergjum leikvangsins í Graz eins og er hægt að sjá á myndbandinu hér fyrir neðan.

Feyenoord á aðeins eftir að spila lokaumferðina og þarf þar sigur gegn erfiðum andstæðingum Lazio frá Ítalíu til að eiga möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppnina.

Þriðja sæti riðilsins fellur niður í Sambandsdeildina en Feyenoord gæti einnig misst af því sæti ef lokaumferðin fer ekki að óskum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner