
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo munu mætast í úrslitaleik HM í Katar ef spá Ofurtölvu BCA rannsóknarstöðvarinnar rætist en þar er stuðst við tölur frá FIFA tölvuleiknum ásamt upplýsingum úr leikjum á heimsmeistaramótinu 2006-2018.
Útreikningar Ofurtölvunnar skiluðu þeirri niðurstöðu að Argentína og Portúgal mætist í úrslitaleiknum þar sem Argentína vinnur í vítakeppni.
Argentína hefur unnið fjórar af fimm vítakeppnum sínum á HM. Portúgal hefur hinsegar aðeins einu sinni farið í vítakeppni á HM, gegn Englandi 2006.
England mun mæta Portúgal í undanúrslitum en tapa fyrir Ronaldo og félögum samkvæmt Ofurtölvunni.
HM í Katar hefst þann 20. nóvember.
A supercomputer has predicted Argentina to win the 2022 World Cup 🇦🇷🏆 pic.twitter.com/EnMXuS5dBV
— Barstool Football (@StoolFootball) October 27, 2022
Athugasemdir