Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. október 2022 12:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Albert og Indriða vilja fara frá Fram
Albert Hafsteinsson er 26 ára sóknarsinnaður miðjumaður
Albert Hafsteinsson er 26 ára sóknarsinnaður miðjumaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Indriði Áki er 27 ára miðjumaður
Indriði Áki er 27 ára miðjumaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Hafsteinsson og Indriði Áki Þorláksson vilja fara frá Fram eftir tímabilið. Frá þessu greinir Skagamaðurinn Sverrir Mar Smárason í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í dag.

„Þeir eru ósáttir með gang mála í Grafarholtinu," sagði Sverrir og Kristján Óli Sigurðsson veltir því fyrir sér hvort þeir séu ósáttir með spilatímann í sumar.

Þeir voru í algjörum lykilhlutverkum þegar Fram vann Lengjudeildina með miklum yfirburðum á síðasta tímabili.

Í sumar hefur Indriði komið við sögu í 24 leikjum, byrjað 21 og komið inn á í þremur. Albert hefur komið við sögu í 21 leik, byrjað sextán, komið fimm sinnum inn á og einu sinni verið ónotaður varamaður. Albert hefur skorað fjögur mök og lagt upp sex í leikjunum 21 og Indriði hefur lagt upp eitt.

Albert hefur ekki verið í leikmannahóp Fram í síðustu tveimur leikjum eftir að hafa skorað gegn uppeldisfélaginu ÍA í leiknum þar á undan. Indriði kom inn á sem varamaður undir blálokin í síðustu umferð í sigrinum gegn FH.

„Þeir eru báðir búnir að funda með Nonna þjálfara, eiga báðir eitt ár eftir af samningi en vilja báðir losna undan honum. Ef ég tala fyrir sjálfan mig vil ég bara fá þá upp á Skaga," sagði Sverrir.

Sjá einnig:
Íslenskur slúðurpakki - Allt morandi í sögum


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner