Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 28. október 2022 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Stundum er bara ekki hægt að ná boltanum af honum"
Tiago Fernandes.
Tiago Fernandes.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Tiago Fernandes hefur verið það góður á þessari leiktíð að bæði Breiðablik og Valur vildu fá hann áður en hann ákvað að endursemja við Fram.

Tiago kom fyrst hingað til lands árið 2018 og lék tvö tímabil með Fram. Hann lék síðan alla leikina með Grindavík í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.

Hann þótti ekki framúrskarandi með Grindavík á síðustu leiktíð og kom það mörgum á óvart að Fram skyldi sækja hann fyrir Bestu deildina. En hann hefur verið stórkostlegur og er sá leikmaður sem hefur lagt upp flest mörk í Bestu deildinni á tímabilinu.

„Þið ættuð að sjá hann á æfingum, stundum er bara ekki hægt að ná boltanum af honum," sagði Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Fram, um Tiago í Innkastinu.

„Hann er með futsal grunn og það sést á honum. Pedro (Hipolito) fékk hann til landsins árið 2018. Hann kann varla að tjá sig á ensku þegar hann kemur. Hann vinnur sig hægt og rólega inn í þetta."

„Hann er orðinn Framari. Hann meiddist í eitt og átti í vandræðum með að koma til baka. Hann fer til Grindavíkur og er að koma sér í gang. Hann kemur svo aftur í umhverfi sem hann þekkir, hann fær sjálfstraust og líður vel. Þá blómstrar maður."

Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni hér fyrir neðan.
Innkastið - Gummi girnist gullskóinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner