Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 28. október 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Vinicius, Rodrygo og Militao orðnir spænskir ríkisborgarar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þrír brasilískir leikmenn Real Madrid öðluðust spænskan ríkisborgararétt á dögunum sem þýðir að spænska stórveldið getur keypt erlenda leikmenn sem koma frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins.


Spænsk félög mega skrá þrjá leikmenn frá landi utan EES svæðisins af 25 manna leikmannahópi. Lönd í Suður-Ameríku falla undir þann flokk en það tekur fótboltamenn þaðan aðeins nokkur ár að öðlast spænskan ríkisborgararétt.

Carlo Ancelotti vildi ólmur krækja í Gabriel Jesus í sumar en Real Madrid gat ekki barist um hann vegna plássleysis. Vinicius Junior, Rodrygo Goes og Eder Militao voru skráðir sem leikmenn utan Evrópu en núna hafa þeir allir öðlast ríkisborgararétt þar sem rúmlega þrjú ár eru liðin frá komu þeirra til Spánar. Það tók Vinicius rúmlega fjögur ár að fá sína beiðni í gegn en samlanda hans þrjú.

Núna er mikið pláss og getur Real til að mynda keypt enska ungstirnið Jude Bellingham sem er efstur á óskalista flestra toppliða í Evrópu.

Þá getur hinn efnilegi Reinier Jesus einnig byrjað að spila með liðinu í stað þess að vera lánaður út.


Athugasemdir
banner
banner
banner