Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mið 29. maí 2024 10:20
Elvar Geir Magnússon
Dæmir stórleik í handbolta í kvöld og stórleik í fótbolta á morgun
Sigurður Hjörtur og aðstoðarmenn dæma leik Breiðabliks og Víkings.
Sigurður Hjörtur og aðstoðarmenn dæma leik Breiðabliks og Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður rosalegt kvöld á morgun í Bestu deildinni þegar Evrópuliðin mætast innbyrðis í leikjum sem eru teknir úr 14. umferð deildarinnar.

Klukkan 18:00 mætast Valur og Stjarnan. Klukkan 20:15 er svo leikur Breiðabliks gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Það er alltaf fjör þegar þessi lið eigast við.

Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmir leikinn í Kópavogi en hann er einnig handboltadómari og dæmir í kvöld leik Aftureldingar og FH, þar sem FH getur með sigri innsiglað Íslandsmeistaratitilinn.

Hér að neðan má sjá hverjir fá það hlutverk að dæma þessa leiki:

Fimmtudagur 18:00: Valur - Stjarnan
Dómari: Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómarar: Egill Guðvarður Guðlaugsson og Andri Vigfússon
Fjórði dómari: Gunnar Freyr Róbertsson

Fimmtudagur 20:15: Breiðablik - Víkingur
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Aðstoðardómarar: Ragnar Þór Bender og Þórður Arnar Árnason
Fjórði dómari: Arnar Þór Stefánsson


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 15 7 4 4 27 - 24 +3 25
5.    ÍA 15 7 3 5 33 - 21 +12 24
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner
banner