Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 11:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maupay fer til Marseille eftir rifrildi við stuðningsmenn
Mynd: EPA
Neal Maupay er á leið frá Everton til Marseille í Frakklandi. Hann fer á láni en Marseille þarf í kjölfarið að kaupa leikmanninn.

Hann er sagðru búinn að ná samkomulagi við Marseille og félögin hafa náð saman um kaupverð.

Tíðindin koma einungis nokkrum dögum eftir að hafa sést rífast við stuðningsmenn Everton á lestarstöð eftir 4-0 tapið gegn Tottenham.

Sean Dyche, stjóri Everton, sagði að Maupay mætti fara frá félaginu. Dominic Calvert-Lewin og Beto eru fyrstu kostir í fremstu víglínu.

Maupay er 28 ára Frakki sem hefur verið á Englandi frá árinu 2017. Hann lék með Brentford á láni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner