Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fös 29. október 2021 12:15
Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn skoðar sín mál eftir óvænta uppsögn í Keflavík
Eysteinn Húni á hliðarlínunni hjá Keflavík í sumar.
Eysteinn Húni á hliðarlínunni hjá Keflavík í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er að skoða mín mál þessa dagana eftir óvænta uppsögn og hef fengið nokkur áhugaverð símtöl," sagði Eysteinn Húni Hauksson fráfarandi þjálfari hjá Keflavík við Fótbolta.net í dag.

Eysteinn Húni hafði verið meðþjálfari Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar með Keflavíkurliðið og undir þeirra stjórn komst liðið upp úr Lengjudeildinni í fyrra og hélt svo sæti sínu á fyrsta tímabili í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Félagið tilkynnti síðasta föstudag að Sigurður Ragnar yrði einn aðalþjálfari liðsins og hafi fengið Harald Frey Guðmundsson sér til aðstoðar. Eysteinn myndi yfirgefa liðið.

„Mig langar að nota tækifærið og þakka öllum, starfsliði meistaraflokks Keflavíkur, leikmönnum, stjórn og stuðningsmönnum sem starfað hafa með mér af heilindum og gagnkvæmri virðingu, með velferð félagsins efsta í huga, kærlega fyrir samstarfið," sagði Eysteinn.

„Að starfa með þessu fólki, fyrir þetta félag, í sporum margra merkra þjálfara fortíðarinnar hafa verið forréttindi. Þó á ýmsu hafi gengið, árangurslega séð, þá erum við nákvæmlega á pari við það plan sem ég lagði fyrir stjórn og leikmenn, haustið 2018 án þess að víkja frá neinum forsendum og af því má félagið í heild sannarlega vera stolt."
Athugasemdir
banner
banner
banner