mán 30. maí 2022 18:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kaupmannahöfn
Labbaði upp að Hákoni og lét hann vita af valinu - „Draumur að rætast"
Danskur meistari með FCk
Danskur meistari með FCk
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar Haraldsson er í fyrsta sinn í A-landsliðinu. Miðjumaðurinn varð nítján ára í apríl og hefur leikið með öllum yngri landsliðunum.

„Það var draumur að rætast að fá kallið upp í A-landsliðið og hefur það alltaf verið markmiðið siðan ég man eftir mér," sagði Skagamaðurinn við Fótbolta.net í dag. Hann varð á dögunum danskur meistari með FC Kaupmannahöfn á sínu fyrsta tímabili með aðalliði félagsins.

Hákon sagði að valið hefði ekki komið sér mikið á óvart. „Valið kom mér eiginlega ekki á óvart, mér finnst ég hafa staðið mig nógu vel upp á síðkastið til að fá kallið."

Hver lét þig vita að þú hefðir verið valinn?

„Jacob Neestrup aðstoðarþjálfari labbaði upp að mér og óskaði mér til hamingju með valið. Þannig fékk ég að vita að ég væri í A-landsliðinu."

A-landsliðið æfir þessa dagana á æfingasvæði Bröndby sem eru erkifjendur FCK.

„Nei, þetta er ekkert tuflandi, maður er kominn í annað umhverfi núna og er ekkert mikið að spá í þessu," sagði Hákon.

Viðtal sem var tekið við hann í dag má sjá hér að neðan.
Hákon Arnar: Draumur að spila með Ísaki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner