Iðunn Þórey Hjaltalín, leikmaður Þróttar Reykjavík, hefur síðastliðna viku verið á reynslu hjá Fortuna Hjörring í Danmörku í knattspyrnuakademíu liðsins.
Hún hefur þar æft með U19 liði félagsins og spilað æfingaleik með liðinu.
Iðunn, sem er fædd árið 2008, var í liði Þróttar sem vann Gothia Cup á síðasta ári og hefur hún verið í æfingahópum hjá bæði U15 og U16 landsliðum Íslands.
Fortuna HjÖrring hefur unnið dönsku úrvalsdeildina 11 sinnum og er sem stendur í efsta sæti deildarinnar.
Athugasemdir