Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungur Þróttari á reynslu hjá Fortuna Hjörring
Mynd: Aðsend
Iðunn Þórey Hjaltalín, leikmaður Þróttar Reykjavík, hefur síðastliðna viku verið á reynslu hjá Fortuna Hjörring í Danmörku í knattspyrnuakademíu liðsins.

Hún hefur þar æft með U19 liði félagsins og spilað æfingaleik með liðinu.

Iðunn, sem er fædd árið 2008, var í liði Þróttar sem vann Gothia Cup á síðasta ári og hefur hún verið í æfingahópum hjá bæði U15 og U16 landsliðum Íslands.

Fortuna HjÖrring hefur unnið dönsku úrvalsdeildina 11 sinnum og er sem stendur í efsta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner