Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   mán 10. febrúar 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Rúben Dias: Getum enn skapað eitthvað fallegt í lokin
Mynd: EPA
Eins og allir lesendur vita vel þá hefur tímabilið verið ansi mikið basl hjá Manchester City. Á morgun tekur liðið á móti Real Madrid í fyrri viðureign liðanna í umspili Meistaradeildarinnar.

„Þetta hefur verið erfiðasta tímabilið síðan ég kom til félagsins," segir varnarmaðurinn Rúben Dias.

„Þrátt fyrir erfiða stöðu og erfiða byrjun þá getum við enn afrekað eitthvað, við getum skapað eitthvað fallegt í endann."

Manchester City mistókst að komast beint í 8-liða úrslitin og nú bíður erfiður leikur gegn ríkjandi Evrópumeisturum.
Athugasemdir
banner
banner
banner