Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   sun 30. júlí 2023 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer: Orðinn miklu betri leikmaður eftir tímabilin á Ítalíu
Mætti í viðtal í liðinni viku.
Mætti í viðtal í liðinni viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Primavera liði Venezia.
Í leik með Primavera liði Venezia.
Mynd: Venezia
Mikael Egill með A-landsliðinu í júní.
Mikael Egill með A-landsliðinu í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer er tvítugur U21 landsliðsmaður.
Kristófer er tvítugur U21 landsliðsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Kristófer Jónsson er kominn aftur í Val eftir tvö tímabil á láni hjá Venezia á Ítalíu. Hann ræddi við Fótbolta.net í vikunni.

„Það gekk mjög vel, ég er búinn að læra helling af þessu, mikil reynsla sem ég tek með heim og er orðinn miklu betri leikmaður eftir þessi tvö tímabil," sagði miðjumaðurinn sem uppalinn í Haukum.

Kristófer: Var ekki að búast við því að koma aftur í Val

Hann lék með Primavera liði Venezia en Primavera er einhvers konar samblanda af U19- og varaliði.

„Ég spilaði bæði tímabilin með Primavera liðinu, var smá inn og út úr liðinu fyrsta tímabilið en núna seinna tímabilið spilaði ég alla leiki þegar var heill og ekki í hópnum hjá aðalliðinu. Það gekk mjög vel, skoraði nokkur mörk og gaf einhverjar stoðsendingar. Ég er mjög sáttur með tímabilið þar og frábært að fá að æfa með aðalliðinu; ég var mikið með þeim eftir áramót. Maður lærir helling af því."

Var við það að koma inn á með aðalliðinu
Kristófer var einu sinni mjög nálægt því að koma inn á í leik með Venezia í næst efstu deild Ítalíu.

„Það var einn leikur þar sem ég var mjög nálægt því. Það var kallað á mig og ég var klár í að koma inn á. Svo kallaði þjálfarinn á mig á síðustu sekúndu, leikurinn breyttist aðeins og hann var því ekki tilbúinn að setja mig inn á. Ég var orðinn helvíti spenntur, stressið og spenningurinn var farinn að sitjast inn. Ég var tilbúinn að koma inn á."

Er mikill munur að æfa með aðalliði Venezia og æfa með Val á Íslandi?

„Nei, það er enginn rosa munur. Það eru ákveðnir hlutir; á Ítalíu er menn 100% atvinnumenn, en það er enginn rosalegur munur. Það er mjög hátt 'level' í Valsliðinu."

Getustigið í Primavera vanmetið
Hvernig er getustigið í Primavera deildinni og hvernig fannst Kristófer hann vera að standa sig?

„Fólk áttar sig ekki alveg nægilega vel á því hversu hátt 'level' þetta er þarna úti. Ég var að spila í Primavera 2, þar eru mjög fínir leikmenn og liðin góð. Ég myndi segja að fólk vanmeti smá getustigið þar, þetta er bara fínt getustig og mér fannst ég standa mig mjög vel."

Kann vel við sig í hitanum á Ítalíu
Hvernig er lífið á Ítalíu og muntu sakna þess?

„Það er fínt að vera í hitanum og svona, ég myndi segja að ég muni sakna þess smá. Það á alveg vel við mig," sagði Kristófer og brosti. „Það er líka bara gott að vera kominn til Íslands. Manni líður alltaf vel hérna."

Bjuggu saman á heimavist
Margir Íslendingar hafa verið á mála hjá Venezia og eru í dag fimm Íslendingar samningsbundnir félaginu. Það eru þeir Bjarki Steinn Bjarkason, Hilmir Rafn Mikaelsson (á láni hjá Tromsö), Jakob Franz Pálsson (á láni hjá KR), Mikael Egill Ellertsson og Óttar Magnús Karlsson.

„Þegar við yngri leikmennirnir vorum saman í varaliðinu þá voru erlendu leikmennirnir saman á heimavist. Við vorum mjög mikið saman og voru mikið með hinum útlendingunum."

Mikael hörkuspilari
Mikael Egill var fenginn til Venezia í janúar og var í stóru hlutverki seinni hluta síðasta tímabils.

„Hann kom og stóð sig frábærlega frá fyrstu æfingu. Ég var þá nýbyrjaður að æfa með aðalliðinu og sá strax að hann er hörkuspilari. Þjálfarinn fílaði hann í botn og gaf honum bara traust."

„Ég hafði ekki mikið séð hann spila, ég myndi benda á mikinn kraft sem styrkleika hjá honum. Hann er duglegur og gefur mikið af sér varnar- og sóknarlega,"
sagði Kristófer að lokum.
Kristófer: Var ekki að búast við því að koma aftur í Val
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner