Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   mið 30. nóvember 2022 20:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pólland á leið áfram á færri gulum spjöldum
Mynd: EPA

Julian Alvarez sóknarmaður Manchester City er búinn að koma Argentínu í 2-0 gegn Póllandi.


Staðan er enn 2-0 í leik Mexíkó og Sádí Arabíu og eru því Mexíkó og Pólland jöfn að stigum með sömu markatölu. Þá fór viðureign þessara liða 0-0.

Ef þetta endar svona verður litið á háttvísi liðanna. Liðið með færri spjöld fer áfram. Argentína er að vinna riðilinn og eins og staðan er er Pólland í 2. sæti þar sem liðið er með færri spjöld en Mexíkó.

Pólland er með fimm gul spjöld á móti sjö hjá Mexíkó.

Förum enn lengra með þetta, fari svo að liðin verði með jafn mörg spjöld verður kastað upp á það hvort liðið fer áfram. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner