
Walid Regragui, landsliðsþjálfari Marokkó, segir að það yrðu mistök að reyna að spila upp á jafntefli gegn Kanada í lokaumferð F-riðils á morgun.
Marokkó er öruggt áfram ef liðið forðast tap gegn Kanada en kanadíska liðið á ekki möguleika á að komast áfram.
„Við erum að fara að mæta liði sem hefur engu að tapa. Þeir munu gefa allt í verkefnið fram í lokaflaut," segir Regragui.
Marokkó náði að vinna Belgíu 2-0 í síðustu umferð.
Marokkó er öruggt áfram ef liðið forðast tap gegn Kanada en kanadíska liðið á ekki möguleika á að komast áfram.
„Við erum að fara að mæta liði sem hefur engu að tapa. Þeir munu gefa allt í verkefnið fram í lokaflaut," segir Regragui.
Marokkó náði að vinna Belgíu 2-0 í síðustu umferð.
„Það yrðu stór mistök að leitast eftir jafnteflinu og halda að það þurfi bara að gefa 20-30% í leikinn."
Kollegi hans, hinn litríki John Herdman þjálfari Ástralíu, hafði þetta að segja á fréttamannafundi í dag:
„Fólk veltir því fyrir sér hvernig við erum að fara að mæta í þennan leik. Við munum mæta hugaðir, trúir okkar einkennum og erum ákveðnir í að ná í stigin þrjú," segir Herdman.
Kanada og Marokkó mætast klukkan 15 á morgun en á sama tíma leika Króatía og Belgía.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir