Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
banner
   mán 31. maí 2021 22:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andrea Rán á leið til Bandaríkjanna í atvinnumennsku
Úr leiknum gegn Val í síðustu leik.
Úr leiknum gegn Val í síðustu leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, miðjumaður Breiðabliks, er á leið til Bandaríkjanna í atvinnumennsku.

Vilhjálmur Kári Haraldsson. þjálfari Breiðabliks, staðfesti það í viðtali við Fótbolta.net í kvöld og sagði Andreu á leið í atvinnumennsku en gaf ekkert meir upp.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Andrea á leiðinni í bandarísku NWSL deildina og mun þar semja við Houston Dash.

Andrea var í liðsstjórn Breiðabliks í kvöld þegar Breiðablik lagði Tindastól í Mjólkurbikarnum. Hún hefur verið valin tvisvar í lið umferðarinnar í upphafi Íslandsmótsins.

Andrea Rán er 25 ára og spilar á miðjunni. Hún á að baki ellefu A-landsleiki. Hún var á láni hjá Le Havre í Frakklandi seinni hluta vetrar. Hún hefur áður verið í Bandaríkjunum en hún er útskrifuð frá South Florida háskólanum.

Í lok viðtalsins við Vilhjálm hér að neðan tjáir hann sig um Andreu Rán.
Vilhjálmur: Þegar þú spilar á móti Tindastól þá er það ekki þannig
Athugasemdir
banner
banner
banner