Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   fim 31. ágúst 2017 21:23
Brynjar Ingi Erluson
Hörður fer ekki til Rostov - Pappírarnir skiluðu sér ekki í tæka tíð
Hörður Björgvin Magnússon fer ekki til Rostov
Hörður Björgvin Magnússon fer ekki til Rostov
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður Íslands, er ekki á leið til rússneska félagsins Rostov eins og stóð til. Hann skrifaði undir lánssamning við félagið í kvöld en pappírarnir skiluðu sér þó ekki í tæka tíð.

Hörður, sem er 24 ára gamall varnarmaður, gekk til liðs við Bristol City á síðasta ári frá Juventus en hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu frá því í janúar á þessu ári.

Leikmaðurinn hefur aðeins spilað tvo leiki það sem af er þessu tímabili en báðir komu í enska deildabikarnum.

Rússneska félagið Rostov lagði fram lánstilboð í Hörð í dag en félagið var reiðubúið að greiða 2 milljónir punda fyrir.

Hann skrifaði undir lánssamninginn rétt fyrir lok gluggans í Rússlandi en hann lokaði klukkan 21:00. Hann skilaði öllum pappírunum fyrir lok gluggans en Bristol var ekki klárt á faxtækinu og var ekki búið að senda sína pappíra til Rússlands. Því var þetta flautað af.

Hörður er þessa stundina staddur í Finnlandi þar sem hann undirbýr sig ásamt íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Finnlandi á laugardag.

Sverrir Ingi Ingason, sem er einnig í landsliðshópnum, samdi við Rostov fyrr í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner