Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   lau 31. ágúst 2019 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Kórdrengir upp um deild eftir sigur í toppslag
Kórdrengir fagna sæti í 2. deild í dag.
Kórdrengir fagna sæti í 2. deild í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þorbjörnsson Steinke
Kórdrengir tryggðu sér sæti í 2. deild karla með sigri á KF í toppslag 3. deildarinnar í dag.

Leikurinn var í beinni textalýsingu á Fótbolta.net. Alexander Magnússon og Einar Orri Einarsson skoruðu fyrir Kórdrengi í fyrri hálfleik áður en Alexander Már Þorláksson minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiksins.

Það var mikill hiti í leiknum, en mörkin urðu ekki fleiri og niðurstaðan 2-1 sigur Kórdrengja.

Kórdrengir eru komnir upp og fóru langleiðina með að vinna deildina með þessum sigri. Góður líkur eru á því að KF fari einnig upp.

Í öðrum leikjum sem voru að klárast gerðu Einherji og KH 1-1 jafntefli og KV vann öruggan 4-0 sigur gegn Sindra. KV er í þriðja sæti deildarinnar.

Einherji 1 - 1 KH
1-0 Heiðar Snær Ragnarsson ('31)
1-1 Mías Ólafsson ('84)

Sindri 0 - 4 KV
0-1 Garðar Ingi Leifsson ('15)
0-2 Sjálfsmark ('44)
0-3 Einar Már Þórisson ('67)
0-4 Arnór Siggeirsson ('77)

KF 1 - 2 Kórdrengir
0-1 Alexander Magnússon ('7)
0-2 Einar Orri Einarsson ('32)
1-2 Alexander Már Þorláksson ('43)
Lestu nánar um leikinn

Sjá einnig:
3. deild: Ivan Bubalo felldi Skallagrím
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner