Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   sun 31. október 2021 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Natasha Anasi í Breiðablik (Staðfest) - ekki lögleg í Meistaradeildinni
Natasha Moraa Anasi og Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika.
Natasha Moraa Anasi og Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika.
Mynd: Breiðablik
Natasha Moraa Anasi gerði í kvöld tveggja ára samning við Breiðablik en hún kemur frá Keflavík. Hún verður ekki lögleg með Blikum í Meistaradeild Evrópu.

Natasha, sem er þrítug, hefur verið fyrirliði Keflavíkur síðustu tvö ár en hún kom fyrst til landsins árið 2014 og samdi við ÍBV. Hún getur bæði leyst af í vörninni og spilað á miðsvæðinu.

Hún lék þrjú tímabil með ÍBV áður en hún gekk í raðir Keflavíkur árið 2017 og átti þar stóran þátt í því að koma liðinu aftur upp í efstu deild á síðasta ári.

Natasha er nú gengin til liðs við Breiðablik og gerir tveggja ára samning við félagið.

Hún fær þó ekki heimild að spila með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en kemur þrátt fyrir það með dýrmæta reynslu inn í hópinn.

Breiðablik hafnaði í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner