Heimild: Mbl.is
Ingólfur Þórarinsson hefur gengið til liðs við Víking R. en þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.
Ingólfur kemur til Víkings frá Selfyssingum sem féllu úr Pepsi-deildinni síðastliðið sumar.
Þessi 24 ára gamli leikmaður er uppalinn á Selfossi en hann lék með Fram 2005 og 2006.
Í kjölfarið gekk hann aftur í raðir Selfyssinga og hjálpaði liðinu að koamst úr annarri deild upp í Pepsi-deildina.
Síðastliðið sumar skoraði Ingólfur eitt mark í fjórtán leikjum með Selfyssingum í deild og í bikar.